Stefnt að því að bæta umferðaröryggi við Skógarhverfi, Esjubraut og Garðagrund


Skipulags – og umhverfisráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við bæjarráð að farið verði í ýmsar aðgerðir til að bæta umferðaröruggi í nokkrum hverfum Akraness.

Jón Ólafsson verkefnastjóri lagði fram tillögur um umferðaröryggi í Skógahverfi, Esjubraut og Garðargrund. Tillögur felast m.a. í eftirfarandi:

  • Koma fyrir 30km hellulögðum hliðum í Asparskógum.
  • Merkja 30 km ofan á valdar götur.
  • Skoða með hellulagðar upphækkanir.
  • Koma upp hraðavaraskiltum, hugbúnaður sem safnar yfirliti um hraða og bílaumferð á viðkomandi stað.
  • Endurskoða umferðarskýrslu m.t.t. hámarkshraða.

Kostnaður við ofangreindar aðgerðir er metin á um 16.millj.kr. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki fyrir árið 2021 til að mæta þessum kostnaði.

Skipulags- og umhverfisráð felur jafnframt Jóni Ólafssyni verkefnastjóra að endurskoða umferðarskýrslu m.t.t. hámarkshraða.