Töluverð aukning í Covid-19 smitum á undanförnum dögum


Mikil aukning hefur verið í Covid-19 smitum á Íslandi undanfarna daga – en þetta kemur fram á vefnum covid.is. Í gær greindust 56 Covid-19 smit innanlands – þar af voru 38 utan sóttkvíar. Í fyrradag greindust 38 smit.

Töluverður fjöldi af skimunum fóru fram í gær eða rétt um 1600, um 500 við landamærin og 850 við sóttkvíar – og handahófsskimun.

Á landinu öllu eru 223 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit, 538 eru í sóttkví og rúmlega 1.100 eru í skimunarsóttkví.

Á Vesturlandi er 1 einstaklingur í einangrun með Covid-19 smit og 33 einstaklingar eru í sóttví í landshlutanum.