Alls greindust 78 Covid-19 smit á Íslandi í gær og eru alls 287 einstaklingar í einangrun þessa stundina með Covid-19 smit. Rúmlega 720 einstaklingar eru í sóttkví.
Rétt um 2.300 sýni voru tekin í gær og töluverður fjöldi mætti í sýnatöku á Akranesi.
Á Vesturlandi eru 2 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og rúmlega 40 eru í sóttkví.
Á þriðjudaginn greindust 56 smit sem var þá mesti fjöldi sem greinst hefur á árinu 2021.