Covid-19 staðan á Vesturlandi – föstudaginn 23. júlí


Alls greindust 76 Covid-19 smit á landinu í gær en þetta kemur fram á vefnum covid.is. Við greininguna voru 30 einstaklingar í sóttkví en 46 utan sóttkvíar. Af þeim sem greind­ust í gær voru 54 full­bólu­sett­ir og 22 óbólu­sett­ir. Rétt um 2800 sýni voru tekin í gær. Í fyrradag greindust 78 smit.

Á Vesturlandi hefur nú verið birt tafla yfir stöðuna í landshlutanum en það er Lögreglan á Vesturlandi sem gefur þessa töflu út. Þar má sjá að alls eru 4 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 þar af eru 2 þeirra á Akranesi. Í sóttkví eru alls 43 og þar af 34 á Akranesi.