Lokanir í Hvalfjarðargöngum í næstu viku vegna framkvæmda – hjáleið um Hvalfjörð


Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Í næstu viku á mánudags- eða þriðjudagskvöldi, 26. júlí eða 27. júlí, er stefnt á að malbika 800m kafla á Hringvegi milli Kjalarness og Hvalfjarðarganga. 

Veginum og Hvalfjarðargöngum verður lokað í báðar áttir og verður hjáleið um Hvalfjörð.

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.8. Þegar nær dregur verður tilkynnt nákvæmari dagsetning á framkvæmdunum.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 22:00 til kl. 07:00. Sjá nánari útskýringu

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.