[sam_zone id=1]

Sigríður, Kristín og Axel tóku til hendinni af eigin frumkvæði til þess að fegra bæinn„Þetta gleður okkur og vonandi aðra Skagamenn, hjálpumst að við að fegra bæinn okkar,“ segir Sigríður K.Valdimarsdóttir í færslu sem hún setti inn á síðuna Skagahrós.

Þar birtir Sigríður myndir af blómabeði sem hún og Kristín Halldórsdóttir nágranni Sigríðar tóku alveg í gegn með góðri aðstoð. Axel Gústafsson, sem býr í næsta nágrenni, tók einnig þátt með því að sópa svæðið og gefa poka undir illgresið.

Blómabeðið er á horni Merkigerðis og Vesturgötu.

Sigríður og Kristín fylltu 6 stóra poka af illgresi í tiltektinni og eins og sjá má á myndunum er blómabeðið gæsilegt eftir hreinsunina.

„Skagahrós er vettvangur fyrir Skagamenn til að koma á framfæri hrósum, meðmælum og jákvæðum fréttum frá Akranesi. Á síðunni eru öll almenn leiðindi bönnuð og fýlupúkar bannaðir. Á síðunni er jákvæðnin höfð að leiðarljósi. Verið dugleg að koma með góðar fréttir af Skaganum.“

Nánar hér.