Nýjustu Covid-19 tölurnar á Vesturlandi – mánudaginn 26. júlí 2021


Alls greindust 71 einstaklingur með Covid-19 smit í gær samkvæmt tölum á vefnum covid.is. Við greiningu voru 39 utan sóttkvíar.

Á landinu eru 612 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smot og rétt rúmlega 1.800 eru í sóttkví. Rétt um 1600 sýni voru tekin í gær.

Á undanförnum dögum hefur fjöldi Covid-19 smita verið á bilinu 7090 en í fyrradag greindust 88 Covid-19 smit.,

Á Vesturlandi eru 8 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit.

Aðeins Búðardalur og Stykkishólmur eru ekki með Covid-19 smitaða einstaklinga samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Á Akranesi eru 4 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 43 eru í einangrun.