Örvunarskammtar af Pfizer í boði fyrir þá sem hafa fengið Jansen bóluefnið


Þeir einstaklingar sem eru búsettir á Akranesi og Borgarnesi og hafa fengið bóluefnið Jansen geta fengið örvunarskammt af Pfizer bóluefninu miðvikudaginn 11. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslunni á Akranesi.

Bólusett verður á Jaðarsbökkum frá kl 10-12 og kl 13-14.

Búsettir á Akranesi og Borgarnesi fá boð með strikamerki og tímasetningu.

Aðrir sem tilheyra heilbriðgisumdæmi HVE eru einnig velkomnir á þessum opnunartíma.

Sömuleiðis eru óbólusettir velkomnir.

Þá er verið að leggja drög að bólusetningu barna á aldrinum 12-15 ára, stefnt er að bólusetningu fyrir Akranes og Hvalfjarðasveit þann 18.ágúst.

Nánari tilkynning um það kemur síðar.