Á síðustu dögum hefur komið í ljós að nærri helmingur þeirra æfingabolta sem eru í eigu Golfklúbbsins Leynis er horfinn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leyni en um er að ræða töluvert magn af golfboltum sem hefur „gufað“ upp af æfingasvæðinu.
Á undanförnum dögum hefur borið á því að boltavélin á æfingasvæðinu tæmist þegar líða fer á daginn. Forsvarsmönnum Leynis þykir sú staða miður enda hefur verið lögð áhersla á að endurnýja og fjölga boltum
Hvernig slíkt gerist er okkur hulin ráðgáta ! Um er að ræða gula Srixon æfingaolta sem almennt eru ekki til sölu í golfverslunum. Í tilkynningunni eru þeir sem vita eitthvað um þetta undarlega mál beðnir um að hafa samband við Golfklúbbinn Leyni í síma 431-2711 eða með tölvupósti á [email protected].