+50 ára sveit Leynis sigraði í 2. deild kvenna


Golfklúbburinn Leynir stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild kvenna í +50 ára flokki sem fram fór á Kirkjubólsvelli um liðna helgi í Sandgerði.

Alls tóku 8 golfklúbbar þátt og með sigrinum komst Leynir upp í efstu deild.

Leynir og Golfklúbbur Suðurnesja léku til úrslita um sigurinn.

Þar hafði Leynir betur 2-1. Golfklúbbur Kiðjabergs endaði í þriðja sæti.

Á leið sinni í úrslitaleikinn lék Leynir þrjá leiki í riðlakeppni þar sem að Leynir landaði þremur sigrum. Í undanúrslitum mætti Leynir sameiginlegri sveit Hamars frá Dalvík og Golfklúbbs Fjallabyggðar. Sá leikur endaði með 2-1 sigri Leynis. Í úrslitaleiknum gegn Golfklúbbi Suðurnesja gerðu liðin jafntefli í tveimur fyrstu viðureignunum en úrslitin réðust í lokaleiknum þar sme að Ruth Einarsdóttir tryggði sigurinn með stórsigri.

Efri röð frá vinstri: Sigríður Ellen Blumenstein, Ellen Ólafsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, María Björg Sveinsdóttir, Elísabet Valdimarsdóttir, Ruth Einarsdóttir.
,