Aron Ýmir Pétursson hefur verið ráðinn sem þjálfari í fullt starf hjá Knattspyrnufélagi Akraness.
Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.
Aron Ýmir hefur á udnanförnum misserum verið þjálfari meistaraflokk kvenna og 3. flokks karla.
Hann mun ljúka þeim verkefnum en frá og með 1. september mun hann einnig þjálfa 5., 6. og 7. flokki karla ásamt Skarphéðni Magnússyni sem er yfirþjálfari yngri flokka hjá KFÍA.
Í tilkynningunni kemur fram að með ráðningu Arons sé markmiðið að efla starf félagsins í yngstu aldursflokkum.