Á Vesturlandi eru 32 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 74 eru í sóttkví.
Þetta kemur fram í tilkynningu á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Vesturlandi.

Á Akranesi 21 í einangrun með Covid-19 smit og 65 eru í sóttkví.
Ekkert smit er til staðar í Stykkishólmi og Grundarfirði eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.
84 greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag. 36 voru í sóttkví við greiningu, eða tæp 43%. Þetta kemur fram á Covid.is.
