Líf og fjör í kassabílarallý við Akraneshöfn


Það var líf og fjör við Akraneshöfnina s.l. laugardag þegar kassabílarallý fór fram fyrir yngstu kynslóðina.

Um 20 bílar mættu í keppnisbrautina en bílarnir voru af ýmsum gerðum og stærðum.

Ole Jakob Volden var einn af skipuleggjendum viðburðarins.

Hann segir í færslu á fésbókinni að frumraun viðburðarins hafi verið lærdómsríkur – og á næsta ári verði gerðar ýmsar úrbætur á þessum skemmtilega viðburði sem er vonandi komin til að vera á Akranesi.

Hér er myndasyrpa sem Guðmundur Bjarki Halldórsson birti á fésbókarsíðu sinni.