Nýjustu Covid-19 tölurnar á Vesturlandi – mánudaginn 30. ágúst 2021


Alls eru 32 einstaklingar í einangrun á Vesturlandi vegna Covid-19 smits. Alls eru 34 í sóttkví í landshlutanum. Á Akranesi eru 27 einstaklingar í einangrun með Covid-19 og 30 eru í sóttkví á Akranesi. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi sem birtar voru rétt fyrir hádegi í dag, 30. ágúst 2021.

Á landinu öllu greindust 46 einstaklingar með Covid-19 smit og 21 var utan sóttkvíar. Þetta er lægsti fjöldi smita frá 19. júlí s.l.