Nýjustu Covid-19 tölurnar – smitum fækkar en einstaklingum í sóttkví fjölgar


Alls greindust 67 einstaklingar í gær með Covid-19 smit og voru 29 þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Þetta kemur fram á covid.is.

Á Vesturlandi er staðan svipuð og undanfarna daga en heldur dregur úr fjölda þeirra sem eru með Covid-19 smit. Alls eru 25 einstaklingar á Vesturlandi í einangrun með Covid-19 smit og 42 eru í einangrun. Á Akranesi eru langflest smit eða 21 alls og 27 einstaklingar eru í sóttkví.

Einstaklingum í sóttkví fjölgar talsvert frá því á mánudaginn þegar Lögreglan á Vesturlandi birti síðast Covid-19 tölur í þessum landslhluta.