Nýjustu Covid-19 tölurnar á Vesturlandi – 2. september 2021


Alls greind­ust 54 einstaklingar með Covid-19 smit inn­an­lands á síðasta sól­ar­hring­ sam­kvæmt covid.is.

Af þessum 54 voru 29 einstaklingar í sótt­kví við grein­ingu en 25 utan sótt­kví­ar.

Um 4 þúsund sýni voru tekin í gær sem er svipað og undanfarna daga

Í gær voru tek­in rétt ríf­lega 4 þúsund sýni, sem er svipað og verið hef­ur síðustu daga.

Á Vesturlandi eru 22 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 42 eru í einangrun. Það er svipuð staða og var í fyrradag.

Á Akranesi eru 19 einstaklingar með Covid-19 smit og 24 eru í sóttkví eins og sjá má á þessum tölum hér fyrir neðan frá Lögreglunni á Vesturlandi.