Mikill munur á tilboðum í þrjár færanlegar kennslustofur við Grundaskóla


Þrjár færanlegar kennslustofur verða settar upp á lóð Grundaskóla vegna framkvæmda í aðalbyggingum skólans.

Akraneskaupstaður óskaði eftir tilboðum í verkefnið og var kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar rétt rúmlega 101 milljónir kr.

Tvö tilboð bárust í verkefnið og voru þau opnuð í ágúst s.l

GS Import bauð rétt tæplega 108 milljónir kr. í verkefnið og var það tilboð um 84 milljónum kr. lægra en hærra tilboðið sem Snorri ehf. var með – eða rúmlega 194 milljónir kr.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til að samið verði við lægstbjóðanda.