Frábær árangur hjá Rósu Kristínu og Aroni Loga á einni virtustu danskeppni Evrópu


Skagakonan Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og dansfélagi hennar, Aron Logi Hrannarsson, náðu frábærum árangri á dögunum á Opna breska meistaramótinu.

Mótið, sem er eitt það stærsta og virtasta í dansveröldinni í Evrópu, og fór það fram í borginni Blackpool á Englandi.

Rósa Kristín og Aron Logi náðu 5. sætinu í flokki 21 árs og yngri – en dansparið á mörg ár eftir í þessum aldursflokki þar sem að þau eru aðeins 16 og 17 ára gömul.



Þau kepptu einnig í flokki áhugamanna „Rising star“ þar sem að allir aldurshópar keppa. Árangur þeirra Rósu Kristínar og Arons Loga í þeim flokki var einnig áhugaverður þar sem þau enduðu í 8. sæti.

Frá vinstri: Adam Reeve, Rósa Kristín, Aron Logi og Karen Reeve – en Adam og Karen eru þjálfarar þeirra. Mynd/einkasafn.