Covid-19 smitum fækkar umtalsvert á VesturlandiAlls greindust 26 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu í gær samkvæmt uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Alls voru 16 einstaklingar í sóttkví við greiningu, en 10 voru utan sóttkvíar.

Á Vesturlandi hefur dregið töluvert úr Covid-19 smitum frá því í síðustu viku.

Alls eru 13 einstaklingar með Covid-19 smit og 19 eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tölum frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Alls eru 11 einstaklingar á Akranesi í einangrun með Covid-19 smit og 19 eru í sóttkví.

Staðan í öðrum bæjarfélögum er góð og aðeins 2 einstaklingar eru með Covid-19 smit á Vesturlandi fyrir utan þau 11 sem eru á Akranesi.