„Nýtt lag, nýtt ljóð og nýtt ljós“ – Sveinn Arnar gefur út frumsamið lag

„Þá er hugarfóstrið okkar Hinriks komið í heiminn. Nýtt lag, nýtt ljóð og nýtt ljós. Ég get seint fullþakkað þeim sem hvöttu mig áfram við þessa vinnslu. Og þau Ásta Marý, Baldur og Heiðar Mar lyfta þessu öllu saman með fagmennsku sinni. Það sannast hér sem áður að þegar orða er vant, þá talar tónlistin,“ skrifar Sveinn Arnar Sæmundsson, fyrrum organisti og kórstjóri í Garða – og Saurbæjarprestakalli í gær á fésbókina eftir að hann sendi frá sér nýtt frumsamið lag.

Ásta Marý Stefánsdóttir syngur lagið, sem heitir Lítið ljós, og ljóðið er eftir Hinrik Má Jónsson.

Lagið er tekið upp af Skagamanninum Baldri Ketilssyni sem er búsettur í Hvalfjarðarsveit.

Hafþór Karlsson sá um hljóðvinnsluna og myndbandið er eftir Skagamanninn Heiðar Mar Björnsson.