Í nýjustu upplýsingum um mannfjölda á Íslandi sem birtur er á vef Hagstofu Íslands kemur fram að íbúar á Akranesi eru nú alls 7.770. Á þessu ári hefur íbúum fjölgað um 80 alls.
Í upphafi ársins 2021 voru íbúar á Akranesi alls 7.690 og fjölgaði íbúum um 289 á árinu 2020.
Ef þessi þróun heldur áfram gæti 8000 íbúa múrinn rofnað árið 2025 en til samanburðar þá voru rétt rúmlega 900 íbúar á Akranesi fyrir 100 árum eða árið 1920.
Frá árinu 1998 hefur íbúum fjölgað fra úr 5,125 í rúmlega 7.770 eða sem nemur 2.575 íbúum.
Á þessu tímabili sem nær aftur til ársins 1998 hefur það aðeins gerst þrívegis að íbúum hafi fækkað á Akranesi á milli ára – og slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2012.
Mesta fjölgunin á einu ári var árið 2008 þegar aukning var 425 íbúar
Þróun íbúafjölda á Akranesi 1998-2021
Ár | Íbúar alls | Breyting |
1998 | 5125 | |
1999 | 5186 | 61 |
2000 | 5340 | 154 |
2001 | 5450 | 110 |
2002 | 5510 | 60 |
2003 | 5595 | 85 |
2004 | 5588 | -7 |
2005 | 5657 | 69 |
2006 | 5786 | 129 |
2007 | 5976 | 190 |
2008 | 6401 | 425 |
2009 | 6609 | 208 |
2010 | 6549 | -60 |
2011 | 6623 | 74 |
2012 | 6592 | -31 |
2013 | 6625 | 33 |
2014 | 6699 | 74 |
2015 | 6767 | 68 |
2016 | 6908 | 141 |
2017 | 7051 | 143 |
2018 | 7259 | 208 |
2019 | 7411 | 152 |
2020 | 7690 | 279 |
2021 | 7770 | 80 |
Árið 1880 voru rétt tæplega 500 íbúar á Akanesi og það var ekki fyrr en árið 1930 að íbúar á Akranesi fóru yfir 1000. Mesta fjölgun á einum áratug var á milli 1950-1960 en á þeim tíma fjölgaði íbúum um 1245. Á árunum 2000-2010 kom annar slíkur vaxtarkippur á Akranesi þegar 1209 íbúar bættust við á íbúaskrá bæjarsins á einum áratug.
Á árunum 1980-1990 var lítil fjölgun á Akranesi og íbúafjöldinn var nánast sá sami í heilan áratug eða um 5200.
Þróun íbúafjölda á Akranesi 1880 -2020 – Áratugir
Ár | Íbúar alls | Breyting |
1880 | 484 | |
1890 | 622 | 138 |
1900 | 767 | 145 |
1910 | 840 | 73 |
1920 | 938 | 98 |
1930 | 1262 | 324 |
1940 | 1854 | 592 |
1950 | 2577 | 723 |
1960 | 3822 | 1245 |
1970 | 4253 | 431 |
1980 | 5200 | 947 |
1990 | 5230 | 30 |
2000 | 5340 | 110 |
2010 | 6549 | 1209 |
2020 | 7534 | 985 |