Íbúum á Akranesi heldur áfram að fjölga

Í nýjustu upplýsingum um mannfjölda á Íslandi sem birtur er á vef Hagstofu Íslands kemur fram að íbúar á Akranesi eru nú alls 7.770. Á þessu ári hefur íbúum fjölgað um 80 alls.

Í upphafi ársins 2021 voru íbúar á Akranesi alls 7.690 og fjölgaði íbúum um 289 á árinu 2020.

Ef þessi þróun heldur áfram gæti 8000 íbúa múrinn rofnað árið 2025 en til samanburðar þá voru rétt rúmlega 900 íbúar á Akranesi fyrir 100 árum eða árið 1920.

Frá árinu 1998 hefur íbúum fjölgað fra úr 5,125 í rúmlega 7.770 eða sem nemur 2.575 íbúum.

Á þessu tímabili sem nær aftur til ársins 1998 hefur það aðeins gerst þrívegis að íbúum hafi fækkað á Akranesi á milli ára – og slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2012.

Mesta fjölgunin á einu ári var árið 2008 þegar aukning var 425 íbúar

Þróun íbúafjölda á Akranesi 1998-2021

ÁrÍbúar allsBreyting
19985125
1999518661
20005340154
20015450110
2002551060
2003559585
20045588-7
2005565769
20065786129
20075976190
20086401425
20096609208
20106549-60
2011662374
20126592-31
2013662533
2014669974
2015676768
20166908141
20177051143
20187259208
20197411152
20207690279
2021777080

Árið 1880 voru rétt tæplega 500 íbúar á Akanesi og það var ekki fyrr en árið 1930 að íbúar á Akranesi fóru yfir 1000. Mesta fjölgun á einum áratug var á milli 1950-1960 en á þeim tíma fjölgaði íbúum um 1245. Á árunum 2000-2010 kom annar slíkur vaxtarkippur á Akranesi þegar 1209 íbúar bættust við á íbúaskrá bæjarsins á einum áratug.

Á árunum 1980-1990 var lítil fjölgun á Akranesi og íbúafjöldinn var nánast sá sami í heilan áratug eða um 5200.

Þróun íbúafjölda á Akranesi 1880 -2020 – Áratugir

ÁrÍbúar allsBreyting
1880484
1890622138
1900767145
191084073
192093898
19301262324
19401854592
19502577723
196038221245
19704253431
19805200947
1990523030
20005340110
201065491209
20207534985