Einn leikmaður úr röðum ÍA valinn í U-15 ára landslið Ísland sem mætir Finnum

Einn leikmaður úr röðum ÍA er í U15 ára landsliðshóp Íslands sem mætir Finnlandi í tveimur leikjum í september. Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins en leikirnir fara fram í borginni Mikkeli í Finnlandi 21. og 23. september.

Sveinn Svavar Hallgrímsson, ÍA, er í landsliðshópnum en alls eru 20 leikmenn í hópnum.

Theodór Ingi Óskarsson leikmaður Fylkis tengist Akranesi sterkum böndum en faðir hans er Skagamaðurinn Óskar Örn Guðbrandsson, fyrrum afrekssundmaður úr röðum ÍA.

Hópurinn

Nóel Atli Arnórsson – AAB
Hrafn Guðmundsson – Afturelding
Sindri Sigurjónsson – Afturelding
Sturla Sagatun Kristjánsson – Bodö/Glimt
Theodór Ingi Óskarsson – Fylkir
Þorri Stefán Þorbjörnsson – Fram
Breki Baldursson – Fram
Andri Steinn Ingvarsson – Haukar
Sveinn Svavar Hallgrímsson – ÍA
Elvar Máni Guðmundsson – KA
Ívar Arnbro Þórhallsson – KA
Elvar Örn Guðmundsson – OB
Dagur Jósefsson – Selfoss
Guðmundur Reynir Friðriksson – Sindri
Allan Purisevic – Stjarnan
Elmar Freyr Hauksson – Stjarnan
Kristján Sindri Kristjánsson – Valur
Stígur Diljan Þórðarson – Víkingur R.
Nökkvi Hjörvarsson – Þór
Oli Melander – Örebro