Á næstu mánuðum verður ráðist í markaðsherferð á vegum Akraneskaupstaðar – þar sem að Akranes verður kynnt sem góður kostur til búsetu og atvinnuuppbyggingu.
Verkefnið á að vinna í samvinnu við verktaka sem eru nú þegar í verkefnum á Akranesi eða hyggja á uppbyggingu á svæðinu.
Alls mun Akraneskaupstaður leggja til 9,5 milljónir kr. í verkefnið en kostnaður verktaka í herferðinni verður einungis vegna birtinga á framleiddu efni sem Akraneskaupstaður stendur straum af. Stefnt er að því að ná tæplega 19 milljónum kr. í slíka herferð.
Hér fyrir neðan má sjá greinargerð sem samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi.