2. flokkur karla fagnaði Íslandsmeistaratitli í keppni B-liða

Karlalið ÍA/Kára/Skallagríms í 2. flokki í knattspyrnu fagnaði Íslandsmeistaratitli í keppni B-liða nýverið.

ÍA náði frábærum árangri á þessu tímabili en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið – lék 18 leiki, vann 16 þeirra og gerði 2 jafntefli.

Liðið skoraði alls 84 mörk og fékk aðeins 18 mörk á sig.

A-lið 2. flokks endaði í 5. sæti á Íslandsmóti A-liða.