Karlalið ÍA í knattspyrnu mætir liði Keflavíkur í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar 2021. Leikurinn fer fram laugardaginn 25. september kl. 14.00 og fer hann fram á heimavelli Keflavíkur.
Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Fyrri leik ÍA og Keflavíkur lauk með 2-2 jafntefli.
Fyrir lokaumferðina er ljóst að Fylkir er fallið en þrjú lið geta fallið með Árbæjarliðinu, Keflavík, HK og ÍA.
Það eru ýmsir möguleikar hvað varðar lokastöðuna í deildinni og Pétur Ottesen skrifar áhugaverða hugleiðingu um þetta á fésbókarsíðu sína – sem eru hér fyrir neðan. Sigur hjá ÍA gulltryggir sæti liðsins í deildinni en með tapi eða jafntefli er liðið fallið.
- Staðan fyrir lokaumferðina er þannig:
- Keflavík með 21 stig, markamunur er -14, skoruð mörk 21
- HK er með 20 stig, markamunur -15, skoruð mörk 21
- ÍA er með 18 stig, markamunur -16, skoruð mörk 26
Fari svo að HK geri 1-1 jafntefli við Breiðblik og að ÍA vinni Keflavík 1-0
Þá lítur staðan þannig út:
- ÍA með 21 stig, markamunur -15 og skoruð mörk 27
- HK með 21 stig, markamunur -15, skoruð mörk 22
- Keflavík með 21 stig, markamunur -15 og skoruð mörk 21
- Þar með væri Keflavík fallið
- Hið augljósa er að Skagamenn verða að sækja sigur og ekkert annað.
Með sigri tryggja þeir sig sama hvernig leikur Breiðabliks og HK fer – með tapi eða jafntefli er liðið sjálfkrafa fallið.
Keflavík er hinn bóginn sloppið ef HK tapar leiknum, óháð úrslitum í leiknum við ÍA
Atyglisverðasta sviðsmyndin væri hinsvegar að Skagamenn vinni 2-1 og að HK geri 1-1 janftefli