Það er mikið um að vera í knattspyrnunni á Akranesi um þessar mundir og spennandi úrslitaleikir framundan.
Í kvöld er stórleikur í Akraneshöllinni þar sem að 2. flokkur kvenna í knattspyrnu leikur til úrslita í bikarkeppni KSÍ.
Mótherji ÍA í úrslitaleiknum er lið Breiðabliks/Augnabliks. Leikurinn er eins og áður segir í Akraneshöll og hefst hann kl. 19.00.
Í undanúrslitum sigraði ÍA sameiginlegt lið Selfoss/Hamars/Ægis/KFR – 3-0.
Samkvæmt gögnum á heimasíðu KSÍ hefur ÍA leikið þrívegis til úrslita í Bikarkeppni KSÍ í 2. flokki kvenna frá árinu 2000. Í fyrsta skiptið árið 2004 og í annað sinn árið 2013. Árið 2014 lék ÍA til úrslita þegar liðið var í samvinnu við Þrótt úr Reykjavík og þar fagnaði ÍA/Þróttur sigri.