Leikmenn ÍA/Skallagríms í 3. flokki karla í knattspyrnu stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti C-liða 2021.
Í keppni C-liða var keppt í þremur riðlum og stóð ÍA/Skallagrímur uppi sem sigurvegari í B-riðli. Í undanúrslitum lék ÍA/Skallagrímur gegn Stjörnunni – þa sem sem að ÍA/Skallagrímur sigraði 4-1.
Úrslitaleikurinn gegn FH fór fram í Akraneshöllinni þar sem að ÍA/Skallagrímur skoraði eina mark leiksins og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í keppni C-liða.
x