Nýjustu Covid-19 tölurnar á Vesturlandi – 24. september 2021

Tæplega 80 einstaklingar eru í sóttkví á Akranesi vegna Covid-19 og alls eru 7 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit. Þetta kemur fram í uppfærðum upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi. Í landshlutanum eru alls 9 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 83 eru í sóttkví.

Þann 17. september voru 2 einstaklingar í einangrun á Vesturlandi og aðeins 9 einstaklingar í sóttkví.

Alls greindust 36 einstaklingar með Covid-19 smit í gær. Er það svipaður fjöldi og undanfarna daga.