Aron Emil Gunnarsson, Golfklúbbi Selfoss, stóð uppi sem sigurvegari á WAGR-mótinu, sem fram fór á Hvaleyrarvelli dagana 24.-26. september.
Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson, úr Golfklúbbnum Leyni, deildi öðru sætinu á 237 höggum með Heiðari Snæ Bjarnasyni sem er einnig úr Golfklúbbi Selfoss líkt og Aron Emil.
Mótið taldi til stiga á heimslista áhugakylfinga.
Smelltu hér fyrir lokaúrslit mótsins:
Golfklúbburinn Keilir var framkvæmdaraðili mótsins í samvinnu við Prósjoppuna.