Klifrarar úr röðum ÍA stóðu sig vel á Íslandsmeistaramótinu

Fjölmennur hópur keppenda úr ÍA tók þátt á Íslandsmeistaramóti #3 í klifri sem fram fór um liðna helgi. Um var að ræða keppendur sem tóku þátt í B – og C-flokki. Mótið fór fram hjá Klifurfélagi Reykjavíkur í Klifurhúsinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Klifurfélagi ÍA.

B-flokkurinn fékk að vinna fyrir kaupinu. Leiðir mótsins voru í erfiðari kantinum og fengu þar af leiðandi of fáa toppa.

Í kvennaflokki var einungis ein leið toppuð og því réðu tilraunir í bónusa úrslitum og þar náði Sylvía Þórðardóttir góðu bronsi fyrir ÍA.

Í karlaflokki var Elís Gíslason KfR í sérflokki og toppaði allar leiðir en baráttan um 2-3 sæti var grjóthörð. Þar fór að Sverrir Elí Guðnason bjargaði deginum með frábærum toppi í síðustu leið og landaði bronsverðlaunum með tvo toppa í farteskinu.

Í allt mjög erfitt mót og Skagamenn geta verið sátt við niðurstöðuna.

Á síðari helming mótsins kepptu yngri flokkar í C-flokki.

Þar landaði Þórkatla Þyrí flottu gulli fyrir ÍA með frábæru klifri, þar sem hún toppaði sjö af átta leiðum mótsins.

Glæsilegur C-flokkur hjá Klifurfélagi ÍA sem á eftir að gera góða hluti í framtíðinni.