Skagamennirnir Alexander Örn Kárason og Helgi Arnar Jónsson tóku þátt á Heimsmeistaramóti unglinga í klassískum kraftlyftingum í dag. Mótið fer fram í Halmstad í Svíþjóð.
Helgi Arnar keppti í 83 kg. flokki og Alexander Örn keppti í 93 kg. flokki.
Alls er keppt í þremur keppnisgreinum í hverjum þyngdarflokki.
Hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.
Alexander Örn gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í bekkpressukeppninni.
Nánari upplýsingar um árangur þeirra félagar verður að finna á skagafrettir.is um leið og þær fréttir berast.