Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla í knattspyrnu, hefur valið æfingahóp fyrir undirbúning liðsins fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppni EM 2022.
Í hópnum eru 24 leikmenn en lokahópur fyrir leikinn verður gefinn út laugardaginn 9. október. EInn leikmaður úr röðum ÍA er í hópnum, Ísak Snær Þorvaldsson.
Leikurinn gegn Portúgal er þriðji leikur liðsins í undankeppni EM 2023, en Ísland gerði jafntefli við Grikki og vann sigur gegn Hvíta Rússlandi í september.
Leikurinn fer fram á Víkingsvelli 12. október og hefst hann kl. 15:00.
Æfingahópurinn
Brynjar Atli Bragason – Breiðablik
Hákon Rafn Valdimarsson – Elfsborg
Jökull Andrésson – Morecambe
Ágúst Eðvald Hlynsson – Horsens
Aron Ingi Andreasson – Vfb Lubeck
Atli Barkarson – Víkingur R.
Birkir Heimisson – Valur
Bjarki Steinn Bjarkason – Venezia
Dagur Dan Þórhallsson – Fylkir
Finnur Tómas Pálmason – KR
Ísak Óli Ólafsson – Esbjerg
Ísak Snær Þorvaldsson – ÍA
Jóhann Árni Gunnarsson – Fjölnir
Hjalti Sigurðsson – Leiknir R.
Karl Friðleifur Gunnarsson – Víkingur R.
Kolbeinn Þórðarson – Lommel
Kristall Máni Ingason – Víkingur R.
Mikael Egill Ellertsson – SPAL
Orri Hrafn Kjartansson – Fylkir
Stefán Árni Geirsson – KR
Sævar Atli Magnússon – Lyngby
Valgeir Lunddal Friðriksson – BK Hacken
Valgeir Valgeirsson – HK
Viktor Örlygur Andrason – Víkingur R.