Karlalið ÍA leikur til úrslita í Mjólkubikarkeppni KSÍ eftir 2-0 sigur gegn Keflavík í undanúrslitum á Norðurálsvellinum í dag. Gísli Laxdal Unnarsson skoraði bæði mörk ÍA í fyrri hálfleik og staðan var 2-0 eftir 26 mínútur.
Leikmenn ÍA stóðust allar atlögur Keflvíkinga það sem eftir var leiks með frábærum varnarleik.
ÍA mætir sigurliðinu úr viðureigna Vestra og Víkings úr Reykjavík sem fram fer á eftir.
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem ÍA leikur til úrslita í bikarkeppni KSÍ.