Einar Margeir bætti 15 ára gamalt Akranesmet í 50 metra skriðsundi

Sundfólk úr röðum ÍA átti góða keppnishelgi þar sem keppt var á tveimur mótum

Keppendur 13 ára og eldri tóku þátt á Arena móti Ægis og sendi ÍA 16 keppendur. Í Keflavík tóku 12 ára og yngri þátt á Speedo-mótinu og tóku 10 keppendur úr röðum ÍA þátt.

Einar Margeir Ágústsson, sem er 16 ára gamall, bætti Akranesmetið í piltaflokki (15-17 ára) í 50 metra skriðsundi í 25 metra laug. Gamla metið var 15 ára gamalt. Einar Margeir kom í mark á 25 sekúndnum sléttum en gamla metið var 25,14 frá 17 . nóvember 2006 sem Ágúst Júlíusson átti.

Keppendur ÍA fengu alls 11 gull, 14 silfur og 6 bronsverðlaun á Arena-mótinu.