Kristín vann til bronsverðlauna á HM í klassískum kraftlyftingum

Kristín Þórhallsdóttir, íþróttamaður Akraness 2020, vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór Halmstad í Svíþjóð.

Dýralæknirinn úr Borgarfirði keppir fyrir hönd Kraftlyfingafélags Akraness og ÍA.

Heimsmeistaramótið er fyrsta stórmótið sem Kristín tekur þátt í en hún keppir í -84 kg. flokki.

Hún lyfti 217,5 kg í hnébeygju, 222,5 kg í réttstöðulyftu og 112,5 kg í bekkpressu – og setti hún ný Íslandsmet í sínum flokki í öllum þremur keppnisgreinunum.

Samanlagt lyfti Kristín rúmlega 1/2 tonni eða því 552,5 kg.