Hákon Arnar skoraði eftir aðeins 45 sekúndur fyrir Ísland gegn Slóveníu

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrsta mark U-19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu karla í gær í 3-1 sigri liðsins gegn Slóveníu í undankeppni EM 2023.

Leikurinn fór fram í Slóveníu og á Ísland tvo leiki eftir gegn Ítalíu á laugardagin og Litháen á þriðjudaginn í næstu viku.

Hákon Arnar skoraði fyrsta markið eftir aðeins 45 sekúndur. Orri Steinn Óskarsson, liðsfélagi Hákons Arnars hjá FCK í Kaupmannahöfn bætti við öðru marki á 19. mínútu og hann skoraði einni þriðja mark Íslands á 55. mínútu.

Guðmundur Tyrfingsson, leikmaður ÍA, er einnig í leikmannahópnum en hann kom ekki við sögu í þessum leik.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá markið hjá Hákoni Arnari.

Liðið mætir næst Ítalíu á laugardaginn og hefst sá leikur kl. 13:30.