Miðasala á bikarúrslitaleik Mjólkurbikar karla hefst í dag fimmtudaginn 7. október 2021. Miðasalan hefst kl. 12:00 í dag á Tix.is.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 16. október kl. 15:00 – þar sem að ÍA mætir Íslandsmeistaraliði Víkings úr Reykjavík.
Víkingar eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar en liðið fagnaði sigri í þessari keppni haustið 2019 – en ekki var leikið til úrslita í keppninni árið 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Smelltu hér fyrir miðasölu ÍA á Tix.is
Miðaverð
Fullorðnir – 2000 krónur
16 ára og yngri – 500 krónur