Miðasala á bikarúrslitaleikinn fer vel af stað – tæplega 4000 miðar nú þegar seldir

Mikill áhugi er hjá stuðningsmönnum ÍA á úrslitaleik karlaliðs félagsins í Mjólkurbikarkeppni KSÍ 2021.

ÍA og Víkingur Reykjavíkur mætast í úrslitaleiknum þann 16. október á Laugardalsvelli.

Miðasala hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Knattspyrnufélags ÍA.

Snemma í morgun höfðu stuðningsmenn ÍA keypt um 1700 miða og stuðingsmenn Víkings höfðu tryggt sér um 2000 miða.

Það er því búið að selja 3700 miða á úrslitaleikinn sem fer fram eftir rúma viku.

Miðað við viðtökurnar þá má búast við því að miðar í vesturstúku Laugardalsvallar seljist upp fljótlega. Miðasala í hólfin í austurstúku hefst um leið og þörf er á.

Engar takmarkanir eru á fjölda áhorfenda á leikinn en Laugardalsvöllur rúmar rétt tæplega 10.000 áhorfendur.

Áhorfendur þurfa ekki að fara hraðapróf vegna Covid-19 til að fara á leikinn.

Miðar eru eingöngu seldir á Tix.is

Smelltu hér fyrir miðasölu ÍA á Tix.is

Til samanburðar þá voru 4257 áhorfendur á úrslitaleik Víkings R. gegn FH árið 2019 í Mjólkurbikarkeppninni.

Samkvæmt upplýsingum á vef KSÍ þá voru flestir áhorfendur á leik Vals og KR árið 2015 eða 5751.

Miðaverð

Fullorðnir – 2000 krónur

16 ára og yngri – 500 krónur

Smelltu hér fyrir miðasölu ÍA á Tix.is

Fjöldi áhorfenda á bikarúrslit KSÍ í karlaflokki 2001-2019

ÁrLiðLiðÁhorfendur
2019Víkingur R.FH4257
2018StjarnanBreiðablik3814
2016ÍBVFH3511
2015ValurKR5751
2014KRKeflavík4694
2013FramStjarnan4318
2012StarnanKR5080
2011ÞórKR5327
2010FHKR5438
2009FramBreiðablik4766
2008KRFjölnir4524
2007FHFjölnir3739
2006KRKeflavík4699
2005FramValur5162
2004KeflavíkKA2049
2003ÍAFH4723
2002FylkirFram3376
2001FylkirKA2839
Meðaltal 2001-20194337