Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í A-landsliði karla í knattspyrnu léku vel í kvöld í 4-0 sigri liðsins gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu karla.
Skagamaðurinn var í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn á ferlinum og gerði hann sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins með glæsilegum skalla á 18. mínútu leiksins.
Fyrsta landsliðsmark Skagamannsins fyrir A-landsliðið en Stefán Teitur, sem er fæddur árið 1998, er atvinnumaður hjá danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg.
Albert Guðmundsson bætti við tveimur mörkum úr vítaspyrnum áður en Andri Lucas Guðjohnsen bætti við fjórða markinu undir lok leiksins.
Ísak Bergmann Jóhannesson lék ekki með A-landsliðinu í kvöld þar sem hann tók út leikbann.
Ísak Bergmann er yngsti markaskorari í sögu íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu karla. Skagamaðurin skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark s.l. föstudag þegar hann jafnaði metin gegn Armeníu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2022. Ísak Bergmann kom inná í hálfleik og jafnaði eins og áður segir leikinn sem endaði 1-1.
Ísak Bergmann bætti met sem annar Skagamaður átti, Bjarni Guðjónsson, sem er föðurbróðir Ísaks.
Alls hafa nú 64 karlar frá ÍA leikið með A-landsliðinu og 17 konur frá ÍA hafa leikið með A-landslið Íslands.
Stefán Teitur fetar í fótspor föður síns, Þórðar Þórðarson, sem lék einn A-landsleik á sínum ferli sem markvörður.
Leikmenn ÍA sem hafa leikið A-landsleik.
Karlar:
Ríkharður Jónsson.
Þórður Þórðarson.
Dagbjartur Hannesson.
Guðjón Finnbogason.
Pétur Georgsson.
Sveinn Teitsson.
Halldór Sigurbjörnsson.
Kristinn Gunnlaugsson.
Þórður Jónsson.
Helgi Daníelsson.
Helgi Björgvinsson.
Jón Leósson.
Ingvar Elísson.
Eyleifur Hafsteinsson.
Einar Guðleifsson.
Björn Lárusson.
Matthías Hallgrímsson.
Haraldur Sturlaugsson
Guðjón Guðmundsson.
Hörður K. Jóhannesson.
Jón Alfreðsson.
Þröstur Stefánsson.
Karl Þórðarson.
Teitur Þórðarson.
Árni Sveinsson.
Guðjón Þórðarson.
Jón Gunnlaugsson.
Sigurður Halldórsson.
Pétur Pétursson.
Kristinn Björnsson.
Heimir Guðmundsson.
Bjarni Sigurðsson.
Kristján B. Olgeirsson.
Ólafur Þórðarson.
Sigurður Jónsson.
Sigurður Lárusson.
Sveinbjörn Hákonarson.
Alexander Högnason.
Haraldur Ingólfsson.
Bjarki B. Gunnlaugsson.
Arnar B. Gunnlaugsson.
Árni Gautur Arason.
Gunnlaugur Jónsson.
Stefán Þór Þórðarson.
Þórður Guðjónsson.
Jóhannes Þór Harðarson.
Kristján Finnbogason.
Sigursteinn Gíslason.
Bjarni Guðjónsson.
Ólafur Adolfsson.
Þórður Þórðarson (m).
Grétar Rafn Steinsson.
Jóhannes K. Guðjónsson.
Ólafur Þór Gunnarsson.
Steinar Adolfsson.
Garðar B. Gunnlaugsson.
Baldur Aðalsteinsson.
Arnór Smárason.
Heimir Einarsson.
Björn B. Sigurðarson.
Tryggvi H. Haraldsson.
Arnór Sigurðsson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Konur:
Kristín Aðalsteinsdóttir.
Laufey Sigurðardóttir.
Ragnheiður Jónasdóttir.
Halldóra Gylfadóttir.
Karítas Jónsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Vala Úlfljótsdóttir.
Vanda Sigurgeirsdóttir.
Sigurlín Jónsdóttir.
Magnea Guðlaugsdóttir.
Guðlaug Jónsdóttir.
Jónína Víglundsdóttir.
Steindóra Steinsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Ingibjörg H. Ólafsdóttir.
Laufey Jóhannsdóttir
Margrét Ákadóttir.
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir
Hallbera G. Gísladóttir.