Það styttist í bikarúrslitaleik ÍA og Víkings R. í Mjólkurbikarkeppni KSÍ karlaflokki. Leikurinn fer fram laugardaginn 16. október kl. 15.00 á Laugardalsvelli og gengur miðasalan vel.
Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Knattspyrnufélags ÍA í dag höfðu stuðningsmenn ÍA tryggt sér rúmlega 1.900 miða og stuðningsmenn Víkings hafa tryggt sér tæplega 2.300 miða.
Samtals er því búði að selja 4.200 miða en miðar verða aðeins seldir á Tix.is.
Smelltu hér fyrir miðasölu ÍA á Tix.is
Engar takmarkanir eru á fjölda áhorfenda á leikinn en Laugardalsvöllur rúmar rétt tæplega 10.000 áhorfendur.
Áhorfendur þurfa ekki að fara hraðapróf vegna Covid-19 til að fara á leikinn.
Miðar eru eingöngu seldir á Tix.is
Til samanburðar þá voru 4257 áhorfendur á úrslitaleik Víkings R. gegn FH árið 2019 í Mjólkurbikarkeppninni – en ekki var leikið til úrslita 2020 vegna heimsfaraldursins.
Frá árinu 2001 hafa að meðaltali verið 4337 áhorfendur á bikarúrslitaleik karla hjá KSÍ.
Miðaverð
Fullorðnir – 2000 krónur
16 ára og yngri – 500 krónur
Fjöldi áhorfenda á bikarúrslit KSÍ í karlaflokki 2001-2019
Ár | Lið | Lið | Áhorfendur |
2019 | Víkingur R. | FH | 4257 |
2018 | Stjarnan | Breiðablik | 3814 |
2016 | ÍBV | FH | 3511 |
2015 | Valur | KR | 5751 |
2014 | KR | Keflavík | 4694 |
2013 | Fram | Stjarnan | 4318 |
2012 | Starnan | KR | 5080 |
2011 | Þór | KR | 5327 |
2010 | FH | KR | 5438 |
2009 | Fram | Breiðablik | 4766 |
2008 | KR | Fjölnir | 4524 |
2007 | FH | Fjölnir | 3739 |
2006 | KR | Keflavík | 4699 |
2005 | Fram | Valur | 5162 |
2004 | Keflavík | KA | 2049 |
2003 | ÍA | FH | 4723 |
2002 | Fylkir | Fram | 3376 |
2001 | Fylkir | KA | 2839 |
Meðaltal 2001-2019 | 4337 |