Mikil stemning fyrir bikarúrslitaleiknum – ertu búinn að tryggja þér miða?

Það styttist í bikarúrslitaleik ÍA og Víkings R. í Mjólkurbikarkeppni KSÍ karlaflokki. Leikurinn fer fram laugardaginn 16. október kl. 15.00 á Laugardalsvelli og gengur miðasalan vel.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Knattspyrnufélags ÍA í dag höfðu stuðningsmenn ÍA tryggt sér rúmlega 1.900 miða og stuðningsmenn Víkings hafa tryggt sér tæplega 2.300 miða.

Samtals er því búði að selja 4.200 miða en miðar verða aðeins seldir á Tix.is.

Smelltu hér fyrir miðasölu ÍA á Tix.is

Engar takmarkanir eru á fjölda áhorfenda á leikinn en Laugardalsvöllur rúmar rétt tæplega 10.000 áhorfendur.

Áhorfendur þurfa ekki að fara hraðapróf vegna Covid-19 til að fara á leikinn.

Miðar eru eingöngu seldir á Tix.is

Til samanburðar þá voru 4257 áhorfendur á úrslitaleik Víkings R. gegn FH árið 2019 í Mjólkurbikarkeppninni – en ekki var leikið til úrslita 2020 vegna heimsfaraldursins.

Frá árinu 2001 hafa að meðaltali verið 4337 áhorfendur á bikarúrslitaleik karla hjá KSÍ.

Miðaverð

Fullorðnir – 2000 krónur

16 ára og yngri – 500 krónur

Fjöldi áhorfenda á bikarúrslit KSÍ í karlaflokki 2001-2019

ÁrLiðLiðÁhorfendur
2019Víkingur R.FH4257
2018StjarnanBreiðablik3814
2016ÍBVFH3511
2015ValurKR5751
2014KRKeflavík4694
2013FramStjarnan4318
2012StarnanKR5080
2011ÞórKR5327
2010FHKR5438
2009FramBreiðablik4766
2008KRFjölnir4524
2007FHFjölnir3739
2006KRKeflavík4699
2005FramValur5162
2004KeflavíkKA2049
2003ÍAFH4723
2002FylkirFram3376
2001FylkirKA2839
Meðaltal 2001-20194337

Smelltu hér fyrir miðasölu ÍA á Tix.is