Stefán Teitur 27. leikmaðurinn úr röðum ÍA sem skorar fyrir A-landsliðið

Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í gær fyrir karlalandslið Íslands í 4-0 sigri liðsins gegn Liechtenstein. Þetta var í fyrsta sinn sem Stefán Teitur fékk tækifæri í byrjunarliði með A-landsliðinu.

Ungir Skagamenn hafa verið á skotskónum fyrir Ísland í undanförnum verkefnum A-landsliðsins. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark s.l. föstudag í 1-1 jafntefli gegn Armeníu.

Stefán Teitur og Ísak Bergmann hafa með mörkunum bæst í fjölmennann hóp leikmanna úr röðum ÍA sem hafa skorað fyrir íslenska A-landsliðið.

Alls hafa 27 leikmenn úr röðum ÍA skorað mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ríkkharður Jónsson er markahæsti leikmaðurinn með 17 mörk í aðeins 33 leikjum og þar á eftir kemur Þórður Guðjónsson með13 mörk í 59 leikjum.

Ísak Bergmann er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað fyrir Ísland en hann er 18 ára gamall og bætti met sem föðurbróðir hans, Bjarni Guðjónsson átti á þessu sviði. Ísak Bergmann hefur einnig jafnað markareikninginn hjá föður sínum, Jóhannesi Karli Guðjónssyni, sem skoraði eina A-landsliðsmark sitt með þrumuskoti á útivelli gegn Noregi.

Stefán Teitur Þórðarson skorar gegn Liechtenstein. Mynd/KSÍ
Karlar:LeikirMörk
1Ríkharður Jónsson3317
2Þórður Guðjónsson.5913
3Matthías Hallgrímsson.4511
4Pétur Pétursson.4111
5Teitur Þórðarson.419
6Þórður Þórðarson189
7Bjarki B. Gunnlaugsson.277
8Ólafur Þórðarson.725
9Árni Sveinsson.504
10Grétar Rafn Steinsson.464
11Sigurður Jónsson653
12Arnar B. Gunnlaugsson.323
13Arnór Smárason.243
14Sveinn Teitsson.232
15Haraldur Ingólfsson.202
16Þórður Jónsson.132
17Jóhannes K. Guðjónsson.341
18Bjarni Guðjónsson.231
19Björn B. Sigurðarson.171
20Arnór Sigurðsson161
21Steinar Adolfsson.141
22Björn Lárusson.101
23Ísak Bergmann Jóhannesson81
24Stefán Þór Þórðarson.61
25Stefán Teitur Þórðarson51
26Alexander Högnason.31
27Kristinn Björnsson.21
Stefán Teitur Þórðarson fagnar markinu gegn Liechtenstein. Mynd/KSÍ