Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í gær fyrir karlalandslið Íslands í 4-0 sigri liðsins gegn Liechtenstein. Þetta var í fyrsta sinn sem Stefán Teitur fékk tækifæri í byrjunarliði með A-landsliðinu.
Ungir Skagamenn hafa verið á skotskónum fyrir Ísland í undanförnum verkefnum A-landsliðsins. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark s.l. föstudag í 1-1 jafntefli gegn Armeníu.
Stefán Teitur og Ísak Bergmann hafa með mörkunum bæst í fjölmennann hóp leikmanna úr röðum ÍA sem hafa skorað fyrir íslenska A-landsliðið.
Alls hafa 27 leikmenn úr röðum ÍA skorað mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ríkkharður Jónsson er markahæsti leikmaðurinn með 17 mörk í aðeins 33 leikjum og þar á eftir kemur Þórður Guðjónsson með13 mörk í 59 leikjum.
Ísak Bergmann er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað fyrir Ísland en hann er 18 ára gamall og bætti met sem föðurbróðir hans, Bjarni Guðjónsson átti á þessu sviði. Ísak Bergmann hefur einnig jafnað markareikninginn hjá föður sínum, Jóhannesi Karli Guðjónssyni, sem skoraði eina A-landsliðsmark sitt með þrumuskoti á útivelli gegn Noregi.
Karlar: | Leikir | Mörk | |
1 | Ríkharður Jónsson | 33 | 17 |
2 | Þórður Guðjónsson. | 59 | 13 |
3 | Matthías Hallgrímsson. | 45 | 11 |
4 | Pétur Pétursson. | 41 | 11 |
5 | Teitur Þórðarson. | 41 | 9 |
6 | Þórður Þórðarson | 18 | 9 |
7 | Bjarki B. Gunnlaugsson. | 27 | 7 |
8 | Ólafur Þórðarson. | 72 | 5 |
9 | Árni Sveinsson. | 50 | 4 |
10 | Grétar Rafn Steinsson. | 46 | 4 |
11 | Sigurður Jónsson | 65 | 3 |
12 | Arnar B. Gunnlaugsson. | 32 | 3 |
13 | Arnór Smárason. | 24 | 3 |
14 | Sveinn Teitsson. | 23 | 2 |
15 | Haraldur Ingólfsson. | 20 | 2 |
16 | Þórður Jónsson. | 13 | 2 |
17 | Jóhannes K. Guðjónsson. | 34 | 1 |
18 | Bjarni Guðjónsson. | 23 | 1 |
19 | Björn B. Sigurðarson. | 17 | 1 |
20 | Arnór Sigurðsson | 16 | 1 |
21 | Steinar Adolfsson. | 14 | 1 |
22 | Björn Lárusson. | 10 | 1 |
23 | Ísak Bergmann Jóhannesson | 8 | 1 |
24 | Stefán Þór Þórðarson. | 6 | 1 |
25 | Stefán Teitur Þórðarson | 5 | 1 |
26 | Alexander Högnason. | 3 | 1 |
27 | Kristinn Björnsson. | 2 | 1 |