Á Sigurslóð – skemmtilegir sögumolar um bikarúrslitaleiki ÍA – 2. hluti

Feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson hafa á undanförnum dögum birt áhugaverða sögumola um úrslitaleiki ÍA í bikarkeppni karla í knattspyrnu á fésbókarsíðunni Á Sigurslóð. ÍA og Víkingar úr Reykjavík eigast við í úrslitum laugardaginn 16. október á Laugardalsvelli og er þetta í 20. sinn sem ÍA leikur til úrslita í karlaflokki í bikarkeppni KSÍ.

Hér er 2. hluti af þessari samantekt þeirra feðga.

Úrslitaleikir ÍA í bikarkeppni KSÍ: Áhugaverðir þrír leikir, en áfram töpÞegar komið var inn í áttunda áratug síðustu aldar hélt bikardraumur Akurnesinga áfram en vandræði að ná sigri voru enn til staðar. Nú tökum við fyrir þrjá bikarúrslitaleiki ÍA 1974, 1975 og 1976. Þetta voru allt athyglisverðir leikir sem geyma minningar um allt sem slíkum leikjum fylgir. Áður en við rifjum upp þessa leiki förum við aðeins í gegnum árin 1970-1973. Þetta voru allt góð bikarár svo langt sem það náði. ÍA var Íslandsmeistari 1970 en þá voru liðin tíu ár frá síðasta titli. Það ár féll liðið út í fyrstu hindrun bikarkeppninnar í leik í Vestmannaeyjum. Næstu þrjú árin skiluðu liðinu inn í undanúrslitin en þar tapaðist leikurinn 1971 geg Víking, 1972 gegn Val og 1973 gegn Keflavík. Næstu þrjú árin fór liðið í úrslitaleikinn. Þarna var að verða til mikil barátta milli Vals og ÍA sem stóð út áratuginn. Skoðum betur þessa þrjá leiki.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/10/13/a-sigurslod-skemmtilegir-sogumolar-um-bikarurslitaleiki-ia-1-hluti/

1974: ÍA – Valur

Barátta og sigurvilji Valsara fær þeim sigur

ÍA lék gegn Val 14.september 1974 á Laugardalsvellinum. Lið Vals vann óvæntan 4 – 1 stórsigur yfir ÍA. Valsmönnum tókst að hefna harma sumarsins á ÍA í þessum úrslitaleik, en leikir liðanna þetta ár höfðu verið mjög jafnir og tvísýnir. Bikarsigur Vals var þó alltof stór miðað við gang leiksins og tækifæri, en eigi að síður verðskuldaður. Akranesliðið sem hafði haft nokkra yfirburði á keppnistímabilinu og orðið Íslandsmeistari eftir að hafa farið taplausir í gegnum mótið. Þetta ár var umgjörð úrslitaleiksins í fyrsta skipti eins og við þekkjum hana í dag. Teitur Þórðarson skoraði mark ÍA. Áhorfendur á leiknum voru 4412.

1975: ÍA – Keflavík

Sjöundi skellur Skagamanna

ÍA lék gegn Keflavík 14.september 1975 á Laugardalsvellinum. Þessi leikur er mörgum minnisstæður enn í dag. ÍA hafði varið meistaratitilinn og slegið Val út í undanúrslitum. Mikið álag var á leikmönnum ÍA á þessum tíma. Strax að Íslandsmótinu loknu tóku við landsliðsferð til Belgíu, Frakklands og Sovétríkjanna sem stóð yfir nánast fram að bikarúrslitaleiknum. Sjö leikmenn ÍA tóku þátt í þessu landsliðsverkefni og komu heim nánasr beint í bikarúrslitin. Þrátt fyrir yfirburði í leiknum hafði liðið ekki erindi sem erfiði frekar enn fyrri daginn. Það voru Keflvíkingar sem héldu heim með hinn nýja bikar sem nú var í fyrsta skipti keppt um. Mark á 34 mín reyndist verða eina mark leiksins og sjöundi ósigur Skagamanna var staðreynd. Áhorfendur á leiknum voru 4336.

https://youtu.be/45-FuNMYRjw

1976: ÍA – Víkingur

Víkingshjátrúin gat ekki bjargað ÍA

ÍA lék gegn Val 12.september 1976 á Laugardalsvellinum. Sú hjátrú að það lið sem slær Viking út í bikarkeppnini hreppi bikarinnn leið undir lok, en um árabil hafði þessari hjátrú verið haldið á lofti. ÍA sló Víking út í 16 liða úrslitum þetta ár. Valsmenn nýkrýndir íslandsmeistarar i knattspyrnu afsönnuðu þetta með þvi að sigra Akurnesinga 3-0 og vinna bæði deild og bikar að þessu sinni. „Í einu dagblaðana var sagt að að það hlyti að liggja fyrir að sú trú skapist að Akurnesingar geti ekki unnið þessa keppni“. Þetta var i áttunda sinn sem ÍA lék til úrslita, og allir leikirnir höfðu tapast. Áhorfendur á leiknum voru 4250.