Í dag var greint frá því að Magnea Guðlaugsdóttir hafi tekið við sem þjálfari hjá meistaraflokksliði ÍA í kvennaflokki. Magnes mun einnig þjálfa 2. flokk kvenna hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Knattspyrnufélagi ÍA.
Magnea er þaulreynd sem þjálfari og leikmaður meistaraflokks. Hún hefur starfað sem þjálfari hjá öllum aldursflokkum hjá ÍA í kvennaflokki og einnig í yngri flokkum í karlaflokki.
Magnea lék á sínum tíma 119 leiki með meistaraflokki ÍA og skoraði alls 8 mörk Hún lék alls 8 A-landsleiki og 11 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Meistaraflokkslið ÍA mun leika í 2. deild á næstu leiktíð en ÍA féll afar naumlega úr næst efstu deild, Lengjudeildinni, á síðustu leiktíð.