Jón Þór verður áfram þjálfari Vestra

Jón Þór Hauksson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnufélagið Vestra og mun hann halda áfram þjálfun liðsins. Jón Þór tók við liðinu um miðjan júlí á þessu ári og náði frábærum árangri með liðið í næst efstu deild og Mjólkurbikarkeppni KSÍ.

Frá þessu er greint á fésbókarsíðu félagsins.

Vestri endaði í 5. sæti næst efstu deildar, Lengjudeildarinnar, og komst liðið í undanúrslit Mjólkurbikarkeppninnar þar sem að liðið sló Val úr keppni með glæsilegum sigri í undanúrslitum. Vestri tapaði fyrir Víkingum úr Reykjavík í undanúrslitum.

Jón Þór var lengi yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍA og var einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann starfaði um tíma sem aðstoðarþjálfari mfl.Stjörnunnar og fagnaði m.a. bikarmeistaratitli með félaginu. Hann var einnig þjálfari A-landsliðs kvenna og kom liðinu m.a. í úrslit Evrópumeistaramótsins sem fram fer á næsta ári á Englandi.