„Við erum ekki aukaleikarar í lélegri bíómynd – við erum ÍA“

„Við erum ekki aukaleikarar í lélegri bíómynd (eins og fjölmiðlar og sumir mótherjar vilja halda), við erum ÍA,“ skrifar Eggert Hjelm Herbertsson formaður Knattspyrnufélags ÍA á fésbókarsíðu sína í morgun.

Karlalið ÍA leikur til úrslita gegn Víkingum úr Reykjavík á Laugardalsvelli í dag kl. 15 og segir formaðurinn að framundan sé spennandi dagur hjá Skagamönnum.

Ég er ótrúlega stoltur af liðinu sem talað hefur verið niður í allt sumar, en leikmenn og þjálfarateymið alltaf haft trú.

Þessi leikur snýst ekki um eitthvað klisjukennt amerískt kvikmyndahandrit.

Samfélagið á Akranesi er að rísa upp og það mun sjást á þjóðarleikvanginum í dag.

Við erum ekki aukaleikarar í lélegri bíómynd (eins og fjölmiðlar og sumir mótherjar vilja halda), við erum ÍA.

Höldum áfram að skrifa glæsta sögu Knattspyrnufélags ÍA.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/10/15/stefnir-i-goda-adsokn-a-bikarurslitaleikinn-ertu-buinn-ad-tryggja-ther-mida/