Þrír leikmenn úr röðum ÍA eru í æfingahóp íslenska U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu sem mun æfa saman dagana 28. okt – 4. nóvember n.k. Markvörðurinn Árni Marinó Einarsson er í hópnum ásamt Gísla Laxdal Unnarssyni og Ísak Snæ Þorvaldssyni.
Davíð Snorri Jónasson, er landsliðsþjálfari U21 karla, og fara æfingarnar allar fram í Skessunni í Hafnarfirði.
Í hópnum eru aðeins leikmenn sem leika á Íslandi.
Liðið leikur tvo leiki í undankeppni EM 2023 í nóvember, báða ytra, gegn Liechtenstein og Grikklandi.
Hópurinn
Árni Marinó Einarsson – ÍA
Brynjar Atli Bragason – Breiðablik
Sigurjón Daði Harðarson – Fjölnir
Atli Barkarson – Víkingur R.
Baldur Logi Guðlaugsson – FH
Birkir Heimisson – Valur
Dagur Dan Þórhallsson – Fylkir
Davíð Snær Jóhannsson – Keflavík
Finnur Tómas Pálmason – KR
Gísli Laxdal Unnarsson – ÍA
Ísak Snær Þorvaldsson – ÍA
Jóhann Árni Gunnarsson – Fjölnir
Karl Friðleifur Gunnarsson – Breiðablik
Kristall Máni Ingason – Víkingur R.
Logi Hrafn Róbertsson – FH
Orri Hrafn Kjartansson – Fylkir
Stefán Árni Geirsson – KR
Valgeir Valgeirsson – HK
Viktor Örlygur Andrason – Víkingur R.
Vuk Óskar Dimitrijevic – FH