Sundfólkið á Akranesi deyr ekki ráðalaust þegar kemur að því að leysa ýmis verkefni.
Faxaflóasund félagsins hefur verið stór þáttur í fjáröflun félagsins en vegna Covid-19 var erfitt að framkvæma hið hefðbundna boðsund frá Reykjavíkurhöfn og upp á Langasand á Akranesi.
Ætlunin var að synda 21 km. við strandlengju Langasands en vegna slæms veðurs fóru þær áætlanir út um þúfur.
Sundfólkið tók því ákvörðun að synda 21 km. í Jaðarsbakkalaug og fór það sund fram s.l. föstudag.
Þátttakendum var skipt upp í 3 lið sem hvert um synti 7 km. eins hratt og þau gátu. V
Í tilkynningu frá Sundfélaginu kemur fram að Skagamenn nær og fjær eru hvattir til þess að styrkja sundkrakkana í þessari mikilvægu fjáröflun en að þessu sinni er safnað í ferðasjóð vegna æfingaferðar.
Hér eru upplýsingar um söfnunarreikning Sundfélags Akraness.
Kt: 630269-4239
Reikningsnr: 186-15-376670