Skóla- og frístundaráð Akraneskaupstaðar samþykkti nýverið að nýi leikskólinn sem er að rísa í Skógarhverfi fái nafnið Garðasel
Starfsemi núverandi Garaðsels verður flutt í nýja húsnæðið þegar byggingin verður tilbúinn.
Alls verða sex deildir á leikskólanum og er möguleiki að bæta við tveimur deildum til viðbótar.
Leikskólinn Garðasel í Skógarhverfi verður um 1550 fermetrar en byggingin verður á 2 hæðum
Til samanburðar er gólfflöturinn í íþróttasalnum við Jaðarsbakka um 800 fermetrar.
Skólalóðin er um 3000 fermetrar og verður hún að hluta til ofan á suðurálmu hússins.
Leikskólarnir á Akranesi eru:
- Akrasel (6 deildir, 150 börn og 40 starfsmenn).
- Garðasel (3 deildir, 74 börn og 22 starfsmenn).
- Teigasel (3 deildir, 74 börn og 20 starfsmenn).
- Vallarsel (6 deildir, 143 börn 40 starfsmenn).