Þrír leikmenn úr röðum ÍA taka þátt í hæfileikamótun KSÍ

Þrír leikmenn úr röðum ÍA taka þátt í Hæfileikamótun stúlkna hjá Knattspyrnusambandi Íslands dagana 27.-29. október 2021.

Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er yfirmaður í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, hefur hann valið alls 64 leikmenn sem fá tækifæri að þessu sinni.

Leikmennirnir frá ÍA eru Hugrún Stefnisdóttir, Kolfinna Eir Jónsdóttir og Sunna Rún Sigurðardóttir.

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar

Um Hæfileikamótun N1 og KSÍ