Hallur Freyr Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn sem styrktarþjálfari hjá Knattspyrnufélagi ÍA.
Hallur Freyr hóf störf hjá félaginu í þessu hlutverki um mitt sumar þegar Arnór Snær Guðmundsson réði sig til starfa hjá Noregsmeistaraliði Bodö/Glimt.
Hallur Freyr hefur starfað sem styrktarþjálfari hjá meistaraflokki karla, en nú hefur hann verið ráðinn til lengri tíma.
Í tilkynningu frá KFÍA kemur fram að Hallur Freyr mun sjá um styrktarþjálfun meistaraflokka félagsins auk þess að hafa hönd í bagga með styrktarþjálfun hjá elstu aldursflokkum félagsins. Hallur Freyr er með BS. gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar meistaranám í íþróttafræðum og þjálfun við sama skóla.